Hversvegna heitir Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls ??


Tekið af vísindavefnum.

Allt frá miðöldum munu Austurfjallamenn hafa farið með fjárrekstra stystu leiðina milli Goðalands og heimabyggðar, um Hrútafellsheiði, Drangshlíðarheiði og slakkann milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Meginreksturinn að sumri með fráfærulömb og eitthvað af geldfé var oftast um 11. sumarhelgina, en þó réðst rekstrardagur jafnan af veðri. ... Leiðin inn eftir hraununum - sem svo nefndust - var vörðuð, en illa var þó vörðum haldið við í seinni tíð. Numið var staðar til hvíldar á Fimmvörðuhálsi. Þar voru fimm vörður þétt saman til að átta sig á í dimmviðri. Þrjár vörður voru á Þrívörðuskeri sem stóð upp úr jökulhjarninu nokkru innar. Lægðin innan við Fimmvörðuháls var öll í jökli á þessum tíma, en fáein sker ráku kollinn upp úr honum norðaustur af hálsinum.

Legg ég svo til að goshraukurinn sem nú stækkar dag frá degi fái nafnið Gosi...


Ljós í myrkrinu fyrir almúgann ??

Getur verið að kosningarnar á morgun veki vonir alþýðu víða um heim, um að nú verði snúið við blaði í ósanngjörnum kröfum, á hendur almenningi vegna skulda sem einkaaðilar hafa stofnað til að stórum hluta.

Það er vel þekkt að þegar valdhafar segja eitthvað ekki skipta máli, eins og til að mynda kosningarnar á morgun, þá er því oft þveröfugt farið. Kannski verða þessar kosningar stórfréttin í fjármálaheiminum næstu daga.

Ummæli ráðamanna um mikilvægi kosninganna á morgun, eru álíka trúverðug og þegar Steingrímur J heldur því fram að pólitísk framtíð hans vegna þessa máls skipti hann engu.

Því trúir varla nokkur maður.


mbl.is Rísi upp eins og Íslendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrokafull afstaða valdhafa.

Heldur þykir mér það lítil virðing fyrir lýðræðinu að forsætis og fjármálaráðherrar ætli að sitja heima í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Þetta sama fólk og berst fyrir opnu og lýðræðislegu þjóðfélagi.

Kannski vita þau ekki hvað verið er að kjósa um.

Ætli þau hugsi sér einnig hjásetu í næstu alþingiskostningum, sem verða jafnvel fyrr en þau varir ?

Hissa er ég á baráttukonunni Jóhönnu að mæta ekki og skila auðu.

Fjölmargar kynsystur hennar um víða veröld hafa ekki kosningarétt og tiltölulega stutt er síðan Íslenskar konur öðluðust hann.

En svona er lífið oft skrýtið.


Íslenska ólympíulandsliðið.

 

Ég var að horfa á setningu ólympíuleikanna í Vancouver í Kanada. Þar var ma.  myndarlegur hópur frá Íslandi. Athygli mína vakti hve búningar þjóðanna og keppenda voru einsleitir. Þó skáru Pólverjar sig nokkuð úr í fallegum prjónuðum peysum í sínum fánalitum.

Þá datt mér í hug hve gaman og sérstakt það hefði verið að íslenski hópurinn hefði klæðst lopapeysum í íslensku saauðalitunum.

En svo var nú ekki , því þrátt fyrir það að við Íslendingar gortum okkur jafnan af sérstöðu okkar, eru fáir jafn hégómlegir og hræddir við að skera sig úr, eins og við.

Þarna fór gott tækifæri á að auglýsa Íslenskar ullarvörur út um allan heim, ókeypis, fyrir lítið.

 


Um bloggið

Steindór Tómasson

Höfundur

Steindór Tómasson
Steindór Tómasson
Hefur áhuga á að finna nýja fleti á málum og hugsa út fyrir hefðbundna kassahugsun. Langar að deila því með fleirum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Bókalisti topp 10

Hér eru 10 eftirminnilegustu bækur sem ég hef lesið um dagana. Eins og gefur að skilja getur sá listi tekið breytingum

  • Jón Kalmann Stefánsson: Harmur englanna
    Vísa í umfjöllun mína um fyrstu bókina í þrílógíunni. Ef eitthvað er þá finnst mér þessi enn betri. Hvernig verður sú síðasta ?? Get varla beðið !! Vantar fleiri stjörnur !
    *****
  • Jón Kalmann Stefánsson: Himnaríki og Helvíti
    Stórkostlega vel skrifuð bók og mjög ljóðræn. Maður veltir fyrir sér hverju orði. Kannski ekki ósvipuð sjálfstæðu fólki, lífskjör Íslendinga, hér vestfirðinga, tekin fyrir á alveg sérstakan hátt í frásögn, sem en í senn ljót en þó svo fögur.
    *****
  • Halldór Kiljan Laxness: Sjálfstætt fólk
    Skyldulesning hverjum Íslendingi. Raunsönn lýsing á íslenska bændasamfélaginu og víst er að margir sjá persónueinkenni þjóðarinnar í Bjarti í Sumarhúsum
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband