Hversvegna heitir Fimmvörðuháls Fimmvörðuháls ??


Tekið af vísindavefnum.

Allt frá miðöldum munu Austurfjallamenn hafa farið með fjárrekstra stystu leiðina milli Goðalands og heimabyggðar, um Hrútafellsheiði, Drangshlíðarheiði og slakkann milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Meginreksturinn að sumri með fráfærulömb og eitthvað af geldfé var oftast um 11. sumarhelgina, en þó réðst rekstrardagur jafnan af veðri. ... Leiðin inn eftir hraununum - sem svo nefndust - var vörðuð, en illa var þó vörðum haldið við í seinni tíð. Numið var staðar til hvíldar á Fimmvörðuhálsi. Þar voru fimm vörður þétt saman til að átta sig á í dimmviðri. Þrjár vörður voru á Þrívörðuskeri sem stóð upp úr jökulhjarninu nokkru innar. Lægðin innan við Fimmvörðuháls var öll í jökli á þessum tíma, en fáein sker ráku kollinn upp úr honum norðaustur af hálsinum.

Legg ég svo til að goshraukurinn sem nú stækkar dag frá degi fái nafnið Gosi...


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Því miður þá er þegar búið að ákveða nafnið á nýja gosfjallinu ... það á að heita Æsingur.

"Gosi" er annars alveg glötuð tillaga ... af hverju að nefna íslenskt náttúrufyrirbrigði eftir ítalskri dúkku?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 11:36

2 identicon

Það var að berast
fréttatilkynning. Vinstri grænir leggjast alfarið gegn eldgosi á
Fimmvörðuhálsi, enda sé svæðið vinsælt hjá ferðamönnum. VG vilja ekki
sjá neitt brölt hjá náttúruöflunum, sem ekki hefur farið í umhverfismat
og þarf að bíða eftir mati áður en gos er heimilt...

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 11:54

3 Smámynd: Steindór Tómasson

Gos er reyndar alþjóðlegt náttúrufyrirbæri, en þetta var nú meira sagt í gríni.

Steindór Tómasson, 24.3.2010 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steindór Tómasson

Höfundur

Steindór Tómasson
Steindór Tómasson
Hefur áhuga á að finna nýja fleti á málum og hugsa út fyrir hefðbundna kassahugsun. Langar að deila því með fleirum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Bókalisti topp 10

Hér eru 10 eftirminnilegustu bækur sem ég hef lesið um dagana. Eins og gefur að skilja getur sá listi tekið breytingum

  • Jón Kalmann Stefánsson: Harmur englanna
    Vísa í umfjöllun mína um fyrstu bókina í þrílógíunni. Ef eitthvað er þá finnst mér þessi enn betri. Hvernig verður sú síðasta ?? Get varla beðið !! Vantar fleiri stjörnur !
    *****
  • Jón Kalmann Stefánsson: Himnaríki og Helvíti
    Stórkostlega vel skrifuð bók og mjög ljóðræn. Maður veltir fyrir sér hverju orði. Kannski ekki ósvipuð sjálfstæðu fólki, lífskjör Íslendinga, hér vestfirðinga, tekin fyrir á alveg sérstakan hátt í frásögn, sem en í senn ljót en þó svo fögur.
    *****
  • Halldór Kiljan Laxness: Sjálfstætt fólk
    Skyldulesning hverjum Íslendingi. Raunsönn lýsing á íslenska bændasamfélaginu og víst er að margir sjá persónueinkenni þjóðarinnar í Bjarti í Sumarhúsum
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 264

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband