Íslenska ólympíulandsliðið.

 

Ég var að horfa á setningu ólympíuleikanna í Vancouver í Kanada. Þar var ma.  myndarlegur hópur frá Íslandi. Athygli mína vakti hve búningar þjóðanna og keppenda voru einsleitir. Þó skáru Pólverjar sig nokkuð úr í fallegum prjónuðum peysum í sínum fánalitum.

Þá datt mér í hug hve gaman og sérstakt það hefði verið að íslenski hópurinn hefði klæðst lopapeysum í íslensku saauðalitunum.

En svo var nú ekki , því þrátt fyrir það að við Íslendingar gortum okkur jafnan af sérstöðu okkar, eru fáir jafn hégómlegir og hræddir við að skera sig úr, eins og við.

Þarna fór gott tækifæri á að auglýsa Íslenskar ullarvörur út um allan heim, ókeypis, fyrir lítið.

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steindór Tómasson

Höfundur

Steindór Tómasson
Steindór Tómasson
Hefur áhuga á að finna nýja fleti á málum og hugsa út fyrir hefðbundna kassahugsun. Langar að deila því með fleirum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Bókalisti topp 10

Hér eru 10 eftirminnilegustu bækur sem ég hef lesið um dagana. Eins og gefur að skilja getur sá listi tekið breytingum

  • Jón Kalmann Stefánsson: Harmur englanna
    Vísa í umfjöllun mína um fyrstu bókina í þrílógíunni. Ef eitthvað er þá finnst mér þessi enn betri. Hvernig verður sú síðasta ?? Get varla beðið !! Vantar fleiri stjörnur !
    *****
  • Jón Kalmann Stefánsson: Himnaríki og Helvíti
    Stórkostlega vel skrifuð bók og mjög ljóðræn. Maður veltir fyrir sér hverju orði. Kannski ekki ósvipuð sjálfstæðu fólki, lífskjör Íslendinga, hér vestfirðinga, tekin fyrir á alveg sérstakan hátt í frásögn, sem en í senn ljót en þó svo fögur.
    *****
  • Halldór Kiljan Laxness: Sjálfstætt fólk
    Skyldulesning hverjum Íslendingi. Raunsönn lýsing á íslenska bændasamfélaginu og víst er að margir sjá persónueinkenni þjóðarinnar í Bjarti í Sumarhúsum
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 265

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband